Slösuð kona í Stakkholtsgjá

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu, Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum voru kallaðar út um hálf tvö í dag vegna slasaðrar konu í Stakkholtsgjá í Þórsmörk.

Konan féll og hlaut áverka á höfði sem virtust ekki alvarlegir, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarmenn voru fljótir á staðinn og fluttu konuna í sjúkrabíl sem ók henni á heilsugæslu til nánari meðhöndlunar.

Fyrri greinHamar hreppti HSK-meistaratitilinn
Næsta greinSkallamark Ernu kom Selfyssingum á bragðið