Slösuð kona í Skriðufellsskógi

Lögreglu barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14:00 í dag um konu sem hafði dottið við Leiði í Skriðufellsskógi í Gnúpverjahreppi og snúið sig á ökkla.

Sjúkralið frá Selfossi fór á vettvang ásamt mönnum frá björgunarsveitunum Eyvindi á Flúðum og Sigurgeir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Konan var í gönguhópi á ferð um skóginn þegar hún rann í hálku og snéri sig á ökkla.

Bera þurfti konuna 6-800 m á hálum stígum að björgunarsveitabíl sem flutti hana í sjúkrabíl sem beið við Selfit í Þjórsárdal og þaðan var henni ekið undir læknishendur.

Fyrri greinTveir frá Selfossi í U-18
Næsta greinLögreglan leitar að Stebba