Slösuðust í árekstri við steypubíl

Tveir slösuðust í árekstri á veginum að Bakkaflugvelli í Landeyjum í morgun þegar fólksbíll og steypubíll skullu saman.

Slysið varð um tíuleytið í morgun nærri Voðmúlastöðum, um tvo og hálfan kílómetra sunnan við Hringveginn.

Tveir voru í fólksbílnum og voru þeir fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík en eru ekki taldir vera í lífshættu.

RÚV greinir frá þessu