Slökkvitækjaæfing í Írafossstöð

Slökkviliðsmenn af forvarnasviði Brunavarna Árnessýslu héldu slökkvitækjaæfingu fyrir sumarstarfsmenn Landsvirkjunar í Írarfossstöð í gær.

Á æfingunni var farið yfir meðferð og notkun slökkvitækja og hvernig ber að bregðast við ef upp kemur eldur á vinnustað eða heimili.

Æfingin gekk í alla staða mjög vel, fólkið var áhugasamt um málefnið og ánægt með þann fróðleik sem það fékk á æfingunni.

Fyrri greinViðar Örn skoraði sigurmarkið
Næsta greinAldís ekki skírður í höfuðið á bæjarstjóranum