Slökkvistöðin seld

Bæjarráð Árborgar samþykkti kauptilboð Melhæðar sf. í slökkvistöðina við Austurveg á Selfossi á fundi sínum í síðustu viku.

Kaupin eru þó ekki að fullu frágengin og hefur fyrirtækið frest fram í næstu viku að ganga frá kaupum á húsnæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, er kaupverðið 40 milljónir króna staðgreitt.

Sigurður Örn Sigurðsson, eigandi Melhæðar sf., sagði í samtali við sunnlenska.is að ef af kaupunum yrði stæði til að lappa upp á núverandi húsnæði og leigja það út til rekstraraðila í ferðaþjónustu eða veitingarekstri.

Fyrri greinHarpa nýr formaður Garps
Næsta greinJarðfræðitengd ferðamennska á Suðurlandi