Slökkvistöðin til sölu

Selja á slökkvistöðina á Selfossi hæstbjóðanda en Brunavarnir Árnessýslu munu flytja í nýju björgunarmiðstöðina á næsta ári.

Líklegt er að bitist verði um eignina sem stendur á góðri lóð við Austurveg 52. Samið hefur verið við Árna Valdimarsson fasteignasala á Selfossi um að auglýsa húsnæðið til sölu en bæjaryfirvöld vilja sjá framtíðaráform þeirra sem sækjast eftir því að kaupa.

Nafn Helga í Góu hefur verið ofarlega í umræðunni varðandi lóðina og hefur hann lýst yfir vilja sínum að rífa niður húsnæði slökkviliðsins og byggja nýjan og stærri KFC veitingastað á lóðinni.