Slökkvistarfi lokið

Frá slökkvistarfinu í nótt. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Slökkvistarfi í kurlfjallinu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi er lokið.

Síðustu glæðurnar voru slökktar á níunda tímanum í kvöld en við tekur töluverð vinna við frágang á tækjum og búnaði hjá slökkviliðsmönnum.

Útkallið barst um klukkan 14 í gær og stóð slökkvistarfið sjálft því í um þrjátíu klukkustundir.

Mikil vatnsþörf var í útkallinu og voru íbúar í Árborg beðnir um að spara kalda vatnið á meðan á slökkvistarfi stóð. Slökkviliðsmenn notuðu tankbíla til að flytja vatn á vettvang, meðal annars var því dælt úr Ölfusá og vatn sótt í Hveragerði.

Fyrri greinEinn á slysadeild eftir árekstur í Rangárþingi
Næsta greinKeppt í nýjum kaststól í fyrsta sinn