Slökkvistarfi að ljúka

Slökkvistarfi við SET og 800Bar er að ljúka en verið er að slökkva í glæðum. Tjónið hleypur á hundruðum milljónum króna.

„Okkur tókst að hindra að eldurinn færi yfir í aðra hluta verksmiðjunnar þannig að þetta fór betur en á horfðist,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri.

Búið er að fá krabba og ruslagáma á svæðið og verður brakinu mokað þar ofaní svo ekki þurfi að vakta húsið í nótt.

Skemman og veitingastaðurinn eru ónýt og allt sem þar var inni. Árni Steinarsson, eigandi hússins sem hýsir 800Bar segir að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna en SET-menn hafa ekki kastað tölu á tjónið sín megin.

Fyrri greinForeldrar sýndu snör og góð viðbrögð
Næsta grein„Granítharður á að opna nýjan stað“