Slökkvistarfi að ljúka

Slökkvistarfi er að ljúka í Selós á Selfossi en stór hluti hússins er brunninn og tjónið er mikið innanstokks.

Allt tiltækt slökkvilið í Árborg og Þorlákshöfn var kallað út auk þess sem liðsauki barst frá Hveragerði.

Ekki er vitað um eldsupptök en eldurinn kom líklega upp í lakkklefa og hafði kraumað lengi áður en hans varð vart kl. 22.

Slökkvistarf gekk vel en lokað var fyrir vatnsrennsli suðurfyrir Selfoss svo að ekki kæmi til vatnsskorts. Á fyrstu mínútum slökkvistarfs fóru um 30 þúsund lítrar af vatni á eldinn.