Slökkvistarf mun standa fram eftir degi

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Slökkvistarf stendur ennþá yfir í kurlfjallinu á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur frá því klukkan tvö í gærdag unnið við að ráða niðurlögum elds sem kraumar í kurlinu.

Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir í samtali við sunnlenska.is að unnið verði fram eftir degi að slökkvistarfinu en notast er við stórvirkar vinnuvélar við verkið.

Eins og sunnlenska.is greindi frá eru íbúar á Selfossi beðnir um að fara sparlega með kalda vatnið á meðan á slökkvistarfinu stendur. Gríðarlegt vatnsmagn þarf til verksins og hefur slökkviliðið meðal annars sótt vatn í Ölfusá.

TENGDAR FRÉTTIR:
Eldur kraumar í kurlfjalli á Selfossi
Íbúar fari sparlega með kalda vatnið

Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu
Fyrri greinÍbúar fari sparlega með kalda vatnið
Næsta greinStokkseyringar bjargarlausir í gini Úlfanna