Slökkviliðið kallað að Garðyrkjuskólanum

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út að Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi laust fyrir klukkan tvö í dag þegar tilkynnt var um eld í gamalli hlöðu.

„Þetta var sem betur fer lítið, það logaði þarna í einhverju rusli innan dyra. Það tók enga stund að slökkva í þessu og reyklosa húsið,“ sagði Halldór Ásgeirsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við sunnlenska.is.

Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á vettvang og luku störfum rúmum hálftíma eftir að útkallið barst.

Húsið er er ekki í notkun en það er gömul hlaða og fjós sem hefur verið notað sem geymsla.

Fyrri greinValgerður kemur sátt heim af HM
Næsta greinMikið þrumuveður á Suðurlandi – slydda í Þorlákshöfn