Slökkviliðsmönnum boðið upp á sölvakryddaðan þorsk

„Þetta voru átján slökkviliðsmenn frá Keflavíkurflugvelli sem heimsóttu okkur og þáðu nýjan þorsk kryddaðan með söli, auk þess sem þeir fengu rófur, kartöflur og feiti með og að sjálfsögðu íslenskt vatn.

Þeir voru himinlifandi með móttökurnar,“ segir Siggeir Ingólfsson, hjá Hrútavinafélaginu Örvari sem bauð til slökkviliðsmönnum til veislu á Stað á Eyrarbakka nýverið.

Með heimsókninni voru slökkviliðsmennirnir að endurgjalda heimsókn Hrútavina til sín í haust fyrir tilstuðlan Ásmundar Friðrikssonar, alþingismanns.

Að veislu lokinni héldu slökkviliðsmennirnir í flugsafn Einars Elíassonar á Selfossflugvelli og enduðu daginn í heimsókn hjá Brunavörnum Árnessýslu í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.

Fyrri greinHrunamenn og Hamar meistarar
Næsta greinLionsklúbbarnir héldu svæðishátíð