Slökkvilið kallað að Hellisheiðarvirkjun

Um tíuleytið í morgun brann yfir einn fasi af þremur í rafstreng við eina af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar. Vélinni sló út og sömuleiðis annarri við hliðina, sem er með samtvinnaða tengingu við Landsnetið.

Starfsfólk Orkuveitunnar vinnur að því að koma vélunum af stað að nýju. Vonast er til að önnur þeirra verði farin að framleiða rafmagn fyrir kvöldið en vélin, sem tjónið varð við, þarfnast ítarlegri skoðunar áður en hún verður gangsett.

Nokkur reykur myndaðist þegar fasinn brann yfir og kom slökkvilið frá Hveragerði á staðinn til að reykræsta vélasal virkjunarinnar. Engin meiðsl urðu á fólki.

Fyrri greinHyggst bæta við 500 læðum
Næsta greinSelfyssingar unnu tvo Íslandsmeistaratitla