Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn skora á stjórnvöld

Deild Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands skorar á alþingismenn og stjórnvöld að tryggja eðlilegt fjármagn til löggæslu í Árnessýslu.

Lögreglumönnum við embættið hefur fækkað úr 28 árið 2007 í 24 árið 2013 og stefnir allt í að lögreglumenn verði 21 nú um næstu mánaðarmót ef aðgerðir stjórnvalda ganga eftir.

Ríkislögreglustjóri hefur áður sagt að hér þyrftu að vera starfandi 34 – 36 lögreglumenn svo hægt sé að sinna öllum þeim störfum sem krafist er af lögreglu.

Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn vinna mjög náið að mörgum verkefnum. Fækkun lögreglumanna kemur niður á öryggi beggja og borgaranna sjálfra.

Fyrri greinHrunaréttir vígðar 13. september
Næsta greinSkilmálar Kínverjanna óviðunandi