Slökktu greiðlega í sinu

Eldur kviknaði í sinu við Syðri-Brú í Grímsnesi laust fyrir kl. 21 í kvöld eftir að glóð frá flugeldi lenti í þurru mólendi.

Slökkviliðsmenn frá Selfossi voru kallaðir á vettvang og gekk ótrúlega vel að slökkva eldinn í hífandi roki. Eldurinn kom upp í sumarbústaðalandi en engin mannvirki voru í hættu.

Eldurinn breiddist hratt út í fyrstu en slökkviliðsmenn náðu fljótt tökum á honum. Síðasta glóðin var kulnuð rúmum tuttugu mínútum eftir að útkallið barst.

Fyrri greinFrostbrestir í Eyjafjallajökli
Næsta greinHamar sígur niður töfluna