Slökktu eld í kertaskreytingu mínútum eftir að útkallið barst

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Betur fór en á horfðist þegar eldur kviknaði í kertaskreytingu í einbýlishúsi í Hveragerði í gærkvöldi.

Brunavarnir Árnessýslu fengu boð um eldinn klukkan 18:30 og var slökkvistöðin í Hveragerði ræst út en fyrstu viðbragðsaðilar náðu að slökkva eldinn örfáum mínútum eftir að útkallið barst.

Eldurinn hafði kviknað í kertaskreytingu og náði ekki að breiðast út að ráði en talsverðar skemmdir urðu vegna reyks.

Slökkviliðsmenn reykræstu húsið en enginn var heima þegar eldurinn kom upp.

Fyrri greinÞrenn verðlaun í jólaskreytingakeppni Rangárþings eystra
Næsta greinSmitum fjölgar hratt á Suðurlandi