Slökkti eldinn með snjó

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út laust eftir klukkan tvö í dag eftir að eldur kom upp í vörubíl á Biskupstungnabraut, skammt vestan við Laugabakka.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum logaði vel í bílnum en eldurinn kom upp í vélarrúmi hans eftir að olíurör fór í sundur.

Óhætt er að segja að þarna hafi farið betur en á horfðist en ökumanni vörubílsins tókst að slökkva eldinn sjálfur með snjó og afþakkaði aðstoð slökkviliðsins í kjölfarið.

Fyrri greinLogar vel í brennunni
Næsta greinÞrír Sunnlendingar í landsliðinu