Slökkti eldinn með Coca-Cola og snjó

Eldur kom upp í bifreið á Suðurlandsvegi neðan við Hveradali síðdegis í gær. Lögregla og slökkvilið fór á vettvang en áður en sú aðstoð barst hafði vegfarandi slökkt eldinn með Coca-Cola og snjó.

Auk þess var slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kallað út tvívegis í síðustu viku vegna sinubruna. Annars vegar í Hrunamannahreppi og hins vegar í Flóahreppi.

Síðastliðið þriðjudagskvöld var tilkynnt um eld í ruslatunnu við íþróttahúsið Báruna á Höfn. Grunur er um að logandi sígarettu hafi verið hent í tunnuna.

Ekki hlaust tjón af en málið er í rannsókn.

Fyrri greinBúin að prjóna þúsund lopapeysur fyrir börn í Hvíta-Rússlandi
Næsta greinTvær bílveltur á sömu mínútunni