Slógust í skoðunarferð um Suðurland

Lögreglumenn á eftirlitsferð á Suðurlandsvegi komu að kyrrstæðri bifreið við afleggjarann að Selalæk um miðjan dag í gær. Fyrir utan bifreiðina voru tveir menn í átökum.

Í ljós kom að þarna voru fimm menn, langt að komnir, í skoðunarferð um Suðurland. Allir reyndust mennirnir ölvaðir utan bílstjórinn. Ekkert fannst athugavert við mennina né atferli þeirra.

Fyrri greinBjörgvin hafnar ásökunum um fjárdrátt
Næsta greinDagbók lögreglu: Fimmtán ára undir stýri