Sló til sjúkraflutningamanns

Sjúkrabíll var kallaður á Flúðir í nótt vegna tilkynningar um mann sem hafði lent í líkamsárás á skemmtistað á svæðinu.

Það var maðurinn sjálfur sem tilkynnti lögreglu að hann hefði lent í árásinni en það mátti skilja hann þannig að hann væri nefbrotinn og með brotna tönn.

Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang kom í ljós að maðurinn var mun minna slasaður en í fyrstu var talið. Maðurinn var hinsvegar verulega drukkinn og brást ókvæða við þegar sjúkraflutningamennirnir reyndu að sinna honum. Sló hann þá til annars þeirra en hitti ekki.

Lögreglan róaði manninn niður og var hann ekki handtekinn.

Fyrri greinStútar á stolnum bíl
Næsta greinGóð þátttaka í Kvennahlaupinu