Sló mann með glasi og braut þrjár rúður

Lögreglan á Selfossi handtók mann eftir lokun á 800Bar á Selfossi aðfaranótt sunnudags en sá hafði slegið mann í andlitið með bjórglasi.

Sá sem varð fyrir högginu hlaut skurð á enni. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu í lögreglustöðinni.

Skömmu áður hafði maðurinn brotið þrjár rúður á skemmtistaðnum.