Sló mann í höfuðið með glerflösku

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn við tjaldsvæðið á Flúðum á fjórða tímanum í nótt eftir að hann sló mann í höfuðið með flösku.

Fórnarlambið hlaut djúpan skurð á höfði og blæddi talsvert og fékk maðurinn aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Selfossi. Árásarmaðurinn gisti fangageymslu á Selfossi í nótt og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Lögreglan á Selfossi handtók annan karlmann á þrítugsaldri fyrir ölvunarlæti í sumarbústað í Grímsnesi í nótt. Maðurinn æsti sig við lögreglumenn sem komu á vettvang og fengu engu tauti við hann komið. Maðurinn sefur nú úr sér áfengisvímuna.

Fyrri greinDregur úr rennsli Skaftár
Næsta greinBesti árangur íslensks liðs