Sló konu ítrekað með hnúajárni

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir hættulega líkamsárás og vörslu fíkniefna.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa slegið konu ítrekaði með hnúajárni, síðan tekið hana hálstaki þannig að það þrengdi að öndunarvegi og síðan hrint henni ofan í baðkar. Konan hlaut af þessu margvíslega áverka, þó ekki beinbrot.

Árásin átti sér stað í Hveragerði í september sl.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna of akstur undir áhrifum þeirra. Hann játaði sök.

Hann á langan sakarferil að baki og er með sjö refsidóma á bakinu frá árinu 2003.

Fyrri greinFríða og Dýrið í fimleikum
Næsta greinFSu aftur í 2. sæti