Slitlag verður lagað með vorinu

Víða á Suðurlandi hefur bundið slitlag fokið af vegum í veðurhamnum að undanförnu og skapar það þar af leiðandi hættu.

Unnið er að því að merkja þessa staði en ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að koma slitlagi aftur á vegina. Það verður gert um leið og færi gefst með vorinu.

Um síðustu helgi urðu m.a. skemmdir við Borg í Grímsnesi, við Óseyrarbrú og á Þingvallavegi nálægt Grafningsvegi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni virðist vera lítið um skemmdir í Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu.

Fyrri greinKóf og takmarkað skyggni undir kvöld
Næsta greinListasafnið tilnefnt til Eyrarrósarinnar