Sleginn með flösku í höfuðið

Maður var sleginn með flösku í höfuðið á Hellu aðfaranótt sunnudags. Vitni voru að árásinni sem var fyrirvaralaus.

Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til. Sá sem varð fyrir árásinni leitaði til læknis til að gera að sári sem kom við höggið.

Fyrri greinEldsupptök líklega frá rafmagni
Næsta greinDagbók lögreglu: Fundu tíu kannabisplöntur á Selfossi