Sleginn með flösku í höfuðið

Maður var sleginn með flösku í höfuðið í húsi á Selfossi snemma á sunnudagsmorgun. Vegna rannsóknar málsins var grunaður árásarmaður handtekinn þar sem hann var sofandi á heimili sínu á Selfossi.

Ekki reyndist unnt að yfirheyra árásarþolan vegna ölvunar hans. Það liggur ekki fyrir hver aðdragandi árásarinnar var og er það í rannsókn. Árásarþolinn hlaut skurð á höfuðið og var fluttur á heilsugæslustöð þar sem sárið var saumað saman.

Aðfaranótt föstudags réðist drukkinn maður á fólk fyrir utan skemmtistaðinn Frón á Selfossi. Fólkið varð fyrir hnefahöggum, Einn hlaut svo þungt högg í andlitið að flytja þurfti hann til læknis á heilsugæslunni á Selfossi. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hlaut beinbrot en málið er í rannsókn.

Fyrri greinVélarvana bátur dreginn að landi
Næsta greinSofandi par á stolnum bíl