Sleginn í höfuðið með öxi

Undir morgun á laugardag leitaði karlmaður á þrítugsaldri á heilsugæslustöðina á Selfossi vegna áverka á auga sem hann hlaut er maður réðist á hann með öxi.

Árásin átti sér stað í íbúðarhúsi á Selfossi. Maðurinn hafði verið ásamt öðru fólki í teiti í húsinu þegar sló í brýnu með honum og öðrum manni sem lauk með því að sá greip til axar og sló til hins með þeim afleiðingum að bakki axarinnar kom í vinstra auga mannsins.

Skurður kom á augnlok árásarþolans auk þess skaðaðist sjón hans en ekki vitað hvort það er varanlegt. Ef árásrþolinn hefði ekki með naumindum sveigt undan hefðu afleiðing árásarinnar orðið mjög alvarleg.

Árásarmaðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu og yfirheyrður. Grunur er um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Fyrri greinEinar sópaði að sér verðlaunum
Næsta greinÆrðist í fangaklefa og braut bæði hönd og tá