Sleginn í höfuðið í Hvíta

Maður fékk skurð á enni þegar hann var sleginn með glasi eða flösku í Hvíta húsinu á Selfossi í nótt, en þar var haldinn jóladansleikur.

Farið var með manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem gert var að sárum hans. Vitað er hver árásarmaðurinn er og mun lögreglan hafa uppi á honum.

Lögreglan var kölluð út vegna tveggja fastra fólksbíla á Hellisheiði um þrjúleytið í nótt. Lögreglan fór á vettvang og aðstoðaði ökumenn við að losa bíla sína sem voru fastir á sama stað.

Vegurinn var greiðfær en lögregla telur mögulegt að framúrakstur hafi átt þátt í því að báðir bílarnir festust á sama stað. Engin slys urðu á fólki.