„Sleðinn gladdi greinilega marga“

Verslunin Mistiltein í Brúarstræti. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

„Það er ótrúlega gaman að vera kominn með sleða aftur enda hafa fjölmargir spurt um hann og jafnvel haft áhyggjur af honum. Sleðinn gladdi greinilega marga og hafði mikla þýðingu fyrir nýja miðbæinn,“ segir Ólafur Hlynur Guðmarsson, í jólabúðinni Mistilteinn í Brúarstræti á Selfossi.

Jólasleðanum sem stóð fyrir utan búðina frá því hún opnaði í sumar var stolið um miðjan október. Þegar hann fannst aftur var hann ónýtur en sökudólgurinn var fullur eftirsjár og greiddi fyrir kostnað á nýjum sleða.

„Nýi sleðinn er stærri og vandaðaðri en hann var smíðaður af Aldísi Stefánsdóttur og Þóri Friðjónssyni,“ segir Ólafur.

Jólasleðinn var afar vinsæll viðkomustaður í miðbænum og vinsæll til myndatöku þannig að gestir miðbæjarins geta nú glaðst yfir því að nýr sleði sé kominn á stéttina fyrir utan Mistiltein.

Fyrri greinAustin Bracey á Selfoss
Næsta greinSilfur og brons á Evrópumóti í hópfimleikum