Sleðamaðurinn veiktist alvarlega

Nú liggur fyrir bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki mannsins sem lést í slysi á vélsleða á Langjökli síðastliðinn mánudag.

Af krufningunni má ráða að bráð, alvarleg, veikindi hafi valdið því að hann missti stjórn á sleðanum og slasaðist en áverkarnir af því slysi leiddu hann hinvegar til dauða.

Aðrir þættir málsins eru enn til rannsóknar og endanlegrar niðurstöðu er ekki að vænta í bráð.

Fyrri greinLokað fyrir aðgengi almennings
Næsta greinBakkatríóið með óvænta tónleika