Sleðamaðurinn fundinn

Vélsleðamaðurinn sem björgunarsveitarmenn hafa leitað að við Hrafntinnusker í dag er fundinn heill á húfi.

Maðurinn hafði villst frá félögum sínum og grafið sig í fönn en vonskuveður var á svæðinu. Maðurinn var í sambandi við björgunarsveitarmenn í gegnum farsíma og gátu björgunarmenn staðsett manninn út frá síma hans.