Sleðaflokkurinn vel búinn fyrir veturinn

Síðdegis í dag tók Kári Rafn Þorbergsson formaður sleðaflokks Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu við nýjum vélsleða, Arctic Cat M8000 limited es árgerð 2015, frá Arctic sport ehf.

Kaupin á sleðanum eru liður í endurnýjun sleðaflota sveitarinnar en nú á haustdögum var seldur fjögurra ára gamall sleði.

Fyrir á sveitin tvo ársgamla sleða, eins og þann nýja og ætti sleðaflokkurinn á Hellu því að vera vel búinn fyrir veturinn.

Fyrri greinEkkert ferðaveður milli Eyjafjalla og Klausturs
Næsta greinForseti ÍSÍ í heimsókn hjá HSK