Sleðaflokkurinn kallaður út í júlí

Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út í dag vegna danskrar stúlku sem hafði slasast á fæti í Hrafntinnuskeri.

Sleðaflokkur sveitarinnar var ræstur út og leysti málið á skammri stundu.

Enn er mikill snjór að fjallabaki og sleðafæri um allt en flugbjörgunarsveitin hvetur ferðafólk til að fara varlega á klakanum og snjónum.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi
Næsta greinNý músík í Bókakaffinu