Sláturhúsið selur Kjötbankann

Skanki ehf. hefur keypt rekstur Kjötbankans í Hafnarfirði af Sláturhúsinu Hellu hf. og tekur við rekstrinum á morgun, 1. mars.

Sláturhúsið Hellu keypti öll tæki og tól Kjötbankans í ágúst síðastliðnum en Kjötbankinn varð gjaldþrota fyrr á árinu. Í september var starfsemi fyrirtækisins opnuð á ný og rekin samhliða rekstri Sláturhússins.

Kjötbankinn verður áfram í viðskiptum við Sláturhúsið Hellu sem er einn af stærstu sláturleyfishöfum landsins í nautgripaslátrun.

Fyrri greinForsala hafin á risadansveislu
Næsta greinUmhverfismars á Sólheimum