Sláttur hafinn á Suðurlandi

Sláttur hófst á Suðurlandi á fimmtudag hjá bændunum á Skíðabakka í Austur-Landeyjum, þeim Elvari Eyvindssyni og Rúti Pálssyni.

„Ég sló einhverja þrjá hektara, grasið á þeim var fínt, þetta var vallarfoxgras. Það er eitthvað lengra í næsta slátt, líklega vika, en lítil grasspretta var í vor vegna kulda eins og allir vita,“ sagði Rútur í samtali við Vísi.

Hann mun slá um 64 hektara í sumar og reiknar með að fleiri bændur hefji slátt nú um helgina. „Já, menn eru alls staðar í startholunum að taka spariblettina,“ bætir Rútur við.

Frétt Vísis.

Fyrri greinGlæsivagnar á rúntinum á Selfossi – Bein útsending
Næsta greinMiklu meira en bara markaður