Slasaðist þegar vörubíll valt

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ökumaður vörubifreiðar sem var við vinnu í Bolöldu í síðustu viku slasaðist nokkuð þegar bifreið hans valt þar sem hann var að sturta möl af palli hennar.

Slökkvilið beitti klippum til að ná manninum út úr bifreiðinni og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi. Þar er einnig greint frá því að maður brenndist á hendi þegar hann slökkti eld sem blossaði upp í gasgrilli nágranna hans á Höfn í Hornafirði í síðustu viku. Maðurinn lauk slökkvistarfinu þrátt fyrir meiðslin og tjón á eignum varð minniháttar.

Fyrri greinKK og Tómas Jónsson – engin hraðpróf
Næsta greinFlóðið nær hámarki á sunnudaginn