Slasaðist þegar skurður féll saman

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjöunda tímanum í kvöld eftir vinnuslys í Vík í Mýrdal.

Þar slasaðist maður þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman. Samstarfsmenn mannsins voru fljótir að bregðast við og náðu að losa manninn undan þyngslunum.

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni, að maðurinn hafi lent undir töluverðu magni af jarðvegi. Ekki liggur fyrir hvort meiðsl mannsins séu alvarleg, en hann var fluttur til aðhlynningar á Landspítalann og var þyrlan lent þar um klukkan átta í kvöld.

Frétt RÚV

Fyrri greinHrunamenn semja við tvo Króata
Næsta greinMeð Faðmlög í farteskinu