Slasaðist þegar framdekk datt undan reiðhjóli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framdekk datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn í síðustu viku.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi en grunur leikur á að dekkið hafi verið losað af mannavöldum. Í dagbók lögreglunnar segir að öllum megi vera ljóst hversu alvarlegt slíkt er.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna.

Fyrri greinSjötíu ökumenn kærðir fyrir hraðakstur
Næsta greinÞyrla sótti slasaðan mann