Slasaðist þegar buggybíll valt

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kona er talin axlarbrotin eftir að buggybíll sem hún var farþegi í valt við Landeyjarhafnarveg síðastliðinn laugardag.

Þarna var um að ræða erlendan ferðamann sem var hvorki í öryggisbelti eða með hjálm á höfði. Ökumaður bílsins mun hafa sloppið lítið eða ómeiddur.

Sama dag var karlmaður fluttur með höfuðáverka á sjúkrahús eftir að hann missti stjórn á fjórhjóli sínu í Rangárþingi eystra og velti því um girðingu sem hjólið lenti á.

Maðurinn kallaði sjálfur eftir aðstoð aðstandenda sem hringdu síðan eftir hjálparliði þegar þau komu á vettvang.

Fyrri greinEngar íþróttaæfingar á Selfossi
Næsta greinÞórsarar fóru örugglega áfram