Slasaðist í Skeggjadal

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rétt fyrir klukkan átta í kvöld voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna konu sem hafði slasast á göngu í Skeggjadal, norðan við Hengilinn.

Þetta er annað útkallið sem berst björgunarsveitum í kvöld vegna slysa í fjalllendi. Á svipuðum tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar að lenda á slysstað í Borgarfirði að ná í konuna sem hafði slasast fyrr í kvöld í hlíðum Kvígindisfells.

Nú eru fimm hópar frá björgunarsveitum á leið á vettvang í Skeggjadal ásamt þyrlunni sem var að koma af vettvangi í Borgarfirði.

Fyrri greinSelfyssingar tylltu sér á toppinn
Næsta greinHamar áfram – Selfoss í oddaleik