Slasaðist við ísklifur í Öxarárfossi

Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á hæsta forgangi ásamt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og sjúkraflutningamönnum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands klukkan 20:57 í kvöld eftir að ungur maður féll og slasaðist við ísklifur í Öxarárfossi á Þingvöllum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er mikil hálka á svæðinu og þurfti því góðan hóp af vel útbúnu fólki til að flytja manninn af vettvangi í sjúkrabíl. Samkvæmt upplýsingum sunnlenska.is er talið að maðurinn sé fótbrotinn.

Sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, sem komu fyrstir á vettvang hlúðu að manninum og verkjastilltu hann áður en björgunarsveitarfólk kom upp búnaði til að tryggja öryggi viðbragðsaðila.

Bera þurfti manninn af vettvangi í krefjandi aðstæðum og erfiðu færi. Maðurinn var komin um borð í sjúkrabíl núna um klukkan tíu en það voru rúmlega 30 manns sem komu að aðgerðinni í fimmtán stiga frosti á Þingvöllum.

Hér fyrir neðan eru myndir frá útkallinu í kvöld.

Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri greinJólasteikin sat í Selfyssingum
Næsta greinHreiðrið er nýtt frumkvöðlasetur á Selfossi