Slasaðist á fæti í Reykjadal

Björgunarsveitir í Reykjadal. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg.

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita í Árnessýslu klukkan 15:30 í dag.

Tilkynning kom frá konu sem slasaðist á fæti í Reykjadal um 2 kílómetra frá bílastæðinu.

Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum komu á vettvang rúmum hálftíma síðar á sexhjólum og hlúðu að konunni. Flytja þurfti hana á sexhjólum niður dalinn að sjúkrabíl, grunur leikur á því að hún sé öklabrotin.

Rétt fyrir fimm var konan komin niður á bílastæðið neðst í Reykadal þar sem sjúkraflutningamenn hlúðu frekar að henni. Hún fór ásamt samferðafólki sínu til frekari skoðunar á heilbrigðiststofnun.

Fyrri greinBesta göngubók UMFÍ í heimi komin út
Næsta greinAuglýst eftir sóknarpresti á Breiðabólsstað