Slasaður göngumaður sóttur í Reykjadal

Björgunarsveitarfólk í Reykjadal. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Um klukkan 10:30 í morgun voru björgunarsveitir í Hveragerði, Þorlákshöfn og Árborg kallaðar út vegna göngumanns sem hafði slasast á ökkla við baðstaðinn í Reykjadal.

Um einni og hálfri klukkustund eftir að útkallið barst var búið að hlúa að þeim slasaða og ganga með hann á hjólabörum upp úr Reykjadal og koma honum fyrir í sjúkrabíl.

Hinn slasaði var fluttur á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.

Fyrri greinÓbyggðar íbúðir komnar í sölu
Næsta greinLeikskólabörn tóku „síðustu skóflustunguna“