Slasaður göngumaður í Reykjadal

Fyrir stuttu voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist í Reykjadal ofan Hveragerðis.

Björgunarmenn eru nú á leið á staðinn en líklegt er að bera þurfi þann slasaða niður en talið er að hann sé í um tuttugu mínútna göngufjarlægð frá bílastæðiðu.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu kemur fram að björgunarsveitarmenn reikni með að það taki hátt í klukkustund að bera þann slasaða þessa vegalengd.

UPPFÆRT KL. 16:16: Göngumaðurinn sem slasaðist í Reykjadal er komin í sjúkrabíl og er a leið á sjúkrahús. Talið er að viðkomandi hafi ökklabrotnað. Alls tóku rúmlega 50 björgunarmenn þátt í aðgerðum síðustu klukkustunda á Suðurlandi þ.e. í Víkurfjöru, Ingólfsfjalli og Reykjadal.

Fyrri greinBjörgunarsveitir kallaðar að Víkurfjöru og Ingólfsfjalli
Næsta greinLést í bruna á Stokkseyri