Slasaðist við stökk í Hvítá

Breskur karlmaður slasaðist um miðjan dag í gær þegar hann stökk í Hvíta við Brúarhlöð.

Fram kemur í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið í flúðasiglingu en þar gefst þátttakendum kostur á að fara upp á klett og stökkva fram af honum í ána.

Svo virðist vera að maðurinn hafi ekki stokkið nægilega langt og í fallinu rekist í grjót við vatnsborðið og slasast við það í mjóbaki og á rófubeini.

Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans til skoðunar en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.

Fyrri greinGarðyrkjuráðunautur semur sjómannalag
Næsta greinHvolsskóla lokað vegna loftmengunar