Slasaðist í fjórhjólaslysi

Erlend kona á þrítugsaldri féll af fjórhjóli við Stöng í Þjórsárdal um fjögurleytið í dag. Grunur leikur á um að konan sé mjaðmagrindarbrotin.

Konan tvímennti á hjólinu með ferðafélaga sínum. Einhver misskilningur varð með bremsu og bensíngjöf sem olli því konan missti stjórn á hjólinu og köstuðust þau bæði af hjólinu.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi var konan flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Fyrri greinSr. Kristján settur í embætti
Næsta greinHamar tapaði að Hlíðarenda