Slasaður göngumaður í Lambafelli

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist vestan í Lambafelli í Þrengslum. Talið er að hann sé fótbrotinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var að ljúka æfingu með fjallabjörgunarfólki frá Selfossi, Hveragerði og Reykjavík við Sandskeið og var henni og björgunarsveitafólkinu því beint á slysstað. Hún er nú lent og verið er að búa hinn slasaða undir flutning á sjúkrahús.

Fyrri greinSjö af tíu íbúðum seldar
Næsta greinBúist við skafbyl á Hellisheiði