Slasaður ferðamaður í Reykjadal

Hjálparsveit skáta í Hveragerði ásamt lögreglu og sjúkraliði og Björgunarfélagi Árborgar eru að sækja slasaðan ferðamann í Reykjadal inn af Hveragerði.

Lögreglu barst tilkynning um kl. 18 um mann sem var slasaður á fæti en ekki liggur ljóst fyrir hve alvarleg meiðsli hans eru eða á hvaða ferð hann er í dalnum.

Að sögn lögreglu er um klukkutíma gangur að manninum og er reiknað með að komið verði með hann til byggða um kl. 20. Björgunarfélag Árborgar var kallað út um kl. 18:30 og munu félagar úr sveitinni aðstoða við að bera manninn til byggða.