Slasaðist við Skjaldbreið

Ökumaður fjórhjóls var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur eftir að hafa velt fjórhjóli sínu við Skjaldbreið um klukkan 12:30 í dag.

Maðurinn var á ferð með fleirum þegar slysið átti sér stað en hann mun hafa slasast á baki.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins.