Slasaðist við Heljargjá

Mótorkrossmaður slasaðist á sunnudag þegar hann féll af hjóli sínu við Heljargjá við Þórisvatn.

Í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli kemur fram að maðurinn hafi líklega farið úr axlarlið. Hann hafði samband við Neyðarlínuna en vegfarendur sem voru á ferðinni á svæðinu tóku manninn uppí og óku honum til Reykjavíkur.